Við kynntumst árið 1998 þegar við vorum í áttunda bekk, þegar Elsa stakk Karólínu með skrúfblýanti í lærið í miðri kennslustund og Karólína stakk hana til baka. Við höfum verið vinkonur frá fyrstu stungu 😊

Báðar erum við með mikla þörf fyrir að skapa og eyddum miklum hluta af unglings árunum okkar að teikna og þá sérstakleg á gólfið inni æsku herbergi Elsu. (Því miður er búið að henda þeim útkrotaða gólfdúk)

Við vinkonurnar gáfum út, skrifuðum og myndskreyttum ævintýrabókina Hrauney saman og út frá því ævintýri ákváðum við að halda áfram að búa til myndlist og nú undir nafninu Karel Icelandic Art

Karel nafnið er samsetning af nöfnunum okkar beggja nafnið Elska kom til greina af sömu ástæðu en var aðeins of væmið fyrir okkar smekk… þó við elskum hvor aðra 😊

Við sækjum innblásur í dýraríkið, íslenska menningu, þjóðsögur, náttúru og það sem vekur áhuga okkar að hverju sinni. Við erum með ólíkan teiknistíl sem gerir lífið enn skemmtilegra.